- Advertisement -

Okkur vantar alvöru matvörukeðjur

Þorsteinn Sæmundsson.„…þar sem dag­vöru­verslandir með u.þ.b. 70% markaðshlut­deild eru í eigu skyldra aðila…“

Þorsteinn Sæmundsson skrifar Moggagrein þar sem hann talar um dóminn um innflutning á hráu kjöti. Þorstein kemur víðar við. Hann segir að 70 prósent af matvöruverslunum séu í höndum skyldra aðila. Eins segir hann mestan vindinn úr Costco.

„Til­koma heild­sölu­keðjunn­ar Costco á ís­lensk­um markaði vakti vissu­lega von­ir um að auk­in sam­keppni myndi lækka vöru­verð á Íslandi. Víst hef­ur verð á eldsneyti, hjól­börðum og ýms­um hrein­lætis­vör­um lækkað og hald­ist lágt og er það þakk­arvert en keðjan hef­ur verið furðufljót að átta sig á markaðsaðstæðum á Íslandi og verðlagt nauðsynja­vör­ur eft­ir því. Til þess að tryggja sam­keppni á fákeppn­ismarkaði hér þar sem dagvöruverslanir með u.þ.b. 70% markaðshlut­deild eru í eigu skyldra aðila þarf nauðsyn­lega á ut­anaðkom­andi aðstoð að halda. Neyt­end­ur eru í raun að greiða fyr­ir eig­in líf­eyri fyrir fram með háu vöru­verði vegna eign­ar­halds líf­eyr­is­sjóða á versl­ana­keðjum. Hagnaður versl­ana­keðjanna er enda ær­inn eins og fram kem­ur reglu­lega,“ skrifar þingmaðurinn.

„Því er nauðsyn­legt að hingað rati al­vöru mat­vöru­keðjur á borð við ALDI, LIEDL eða þá hinar dönsku NETTO eða Bilka. Það eru ærin tæki­færi fyr­ir er­lenda aðila að hasla sér völl á neyt­enda­markaði en á meðan þeir ráða ráðum sín­um búum við ís­lensk­ir neyt­end­ur við meira … svona okur … alla daga.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: