- Advertisement -

Jólagisting í Subaru fyrir ellefu þúsund krónur

- hitari fylgir og leigusalinn segir viðskiptavinina vera virkilega ánægða.

Túristi greinir frá því að hægt sé að kaupa jólagistingu í Subaru skutbíl.

Á vefnum turisti.is, segir:

„Stefán Sigfússon hjá Black Sheep Campers, staðfestir í svari til Túrista, að bílarnir séu í raun leigðir út yfir vetrarmánuðina og þeim fylgi hitari.

Við þetta bætir kollegi hans, Þorkell Þorkelsson, að þeir séu í raun aðeins að prófa sig áfram með þetta. „Það fylgja hlýjar sængur og hitari, sem verður að tengjast rafmagni á tjaldsvæði, ásamt öðru með okkar bílum. Við erum aðeins að prufa þetta með tvo bíla til að sjá hvernig gengur. Við sendum okkar viðskiptavinum mjög greinar góðar upplýsingar um allar hættur sem geta stafað af vetrarakstri á Íslandi ásamt því að fara mjög vel yfir hvað skal varast. Þetta hefur gengið mjög vel og okkar viðskiptavinir hafa verið virkilega ánægðir sem af er vetri.”

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: