- Advertisement -

Ferðalög: Ísland í 18. sæti

FERÐAMÁL „Ísland er í 18. sæti af 141 landi yfir samkeppnishæfustu ferðamannalönd heim. Eru þetta niðurstöður World Economic Forum í skýrslu sem birt var á síðasta ári.“ Þetta segir í samantekt sem greiningardeild Íslandsbanka hefur unnið.

Okkur skortir menningarlega afþreyingu

Þar segir einnig að styrkleikar landsins, hvað ferðamannaþjónustu varðar, séu t.d. mannauður og vinnumarkaðurinn, hvað landið er opið og vel tengt flugumferð og innviðir ferðaþjónustunnar hér á landi. „Einnig eru öryggi og hreinlæti meðal kosta landsins. Þá kemur það ekki á óvart að náttúran sé styrkleiki landsins sem ferðamannastaðar. Á móti dregur skortur á menningarlegri afþreyingu nokkuð úr samkeppnishæfni landsins í ferðaþjónustu.“

Verðlag skemmir fyrir

„Einnig dregur verðlag úr samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi en þar lendir landið í sæti 128. Vanþróuð ríki eru efst á þessum lista yfir verðlag og þau þróaðri raða sér neðar. Er það í raun eðlilegt og þannig kostur fyrir íbúa landsins að vera ekki ofar á listanum. Af löndum sem eru fyrir neðan Ísland á listanum yfir samkeppnishæfni hvað verðlag varðar eru t.d. Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía, Bretland, Sviss og Frakkland.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: