- Advertisement -

Þreföldun ferðamanna – og ekkert lát er á

- frá janúar til apríl í ár komu margfalt fleiri ferðamenn á sama tíma síðustu ár.

Ferðamenn hafa meira en þrefaldast á tímabilinu janúar til apríl á fimm ára tímabili. Þannig hafa Norður-Ameríkanar sexfaldast, Mið- og Suður-Evrópubúar nærri fjórfaldast, Bretar nærri þrefaldast og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað fimmfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í mun minna mæli eða um 33,6% á tímabilinu 2013-2017.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Tæplega 153 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eða 58.600 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 61,8% milli ára. Aukningin í apríl var 29,4% 2013-2014, 20,9% 2014-15 og 32,5% 2015-2016.

Frá áramótum hafa um 605 þúsund erlendir ferðamenn farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 55,7% aukning miðað við sama tímabil á undan. Aukningin á tímabilinu janúar til apríl var 24,1% 2013-2014, 30,2% 2014-2015 og 40,1% 2015-2016.

Sama hvaða samnburður er gerður, ferðafólki fjölgar ár eftir ár og sífellt meir en áður.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: