- Advertisement -

Hrein ágiskun um fjölda ferðamanna

- alls ekki víst að uppgefnar tölur um erlendra ferðamanna standist. Trúlegt að fjöldi þeirra sé nokkuð ofmetinn.

Ferðavefmiðillin turisti.is er með merka fréttaskýringu þar sem lesa má að í raun veit enginn hversu margir erlendir ferðamenn koma til Íslands. Skiptiflug, Icelandair og WOW, hefur mikið um þetta að segja.

„Enginn veit þó hver fjöldi þessara skiptifarþega er og hvort þeir valdi mikilli skekkju í ferðamannatalningunni samkvæmt þeim svörum sem Túristi hefur fengið frá flugfélögum og hagsmunaðilum,“ segir á turisti.is.

Þar segir að talning ferðamanna á Keflavíkurflugvelli fari fram við vopnaleitina á og þar með séu allir, sem í gegnum hana fara með erlend vegabréf, taldir sem túristar. Líka útlendingar sem eru búsettir á Íslandi í lengri eða skemmri tíma, en til að mynda hefur erlendu starfsfólki fjölgað hér á landi undanfarið.
„Það skekkir líklega einnig talningu Ferðamálastofu að farþegi sem kemur til landsins með einu flugfélagi og heldur beint áfram með öðru félagi er líka talinn sem ferðamaður ef hann þarf að sækja farangurinn sinn og innrita sig i flug á ný í Leifsstöð. Og miðað við hvað framboð á flugi héðan hefur aukist hratt þá má telja líklegt að sífellt fleiri útlendingar fái val um tengiflug í gegnum Ísland upp í flugleitarvélum.“

Á turisti.is segir einnig: „Héðan er til að mynda flogið til fleiri áfangastaða í N-Ameríku en þekkist á stærstu flughöfnum Norðurlanda. Þannig getur Finni á leið frá Helsinki til San Francisco tengt saman flug Icelandair og WOW air og Berlínarbúi sem ætlar til Orlando getur líka tengt saman flug íslensku félaganna. Sömu sögu er að segja um þann sem ætlar milli Denver og Dublin og svo mætti lengi áfram telja. Í öllum tilvikum getur þessi hópur farþega hins vegar ekki innritað farangurinn sinn alla leið og þarf því að sækja hann við komuna til Keflavíkurflugvallar og innrita sig á ný.“

Sjá frétt turisti.is hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: