- Advertisement -

Fólk lá fárveikt á göngum, sumt með óhljóðum af kvölum

Ég legg til að ríkisstjórnin öll taki eins og eina langa vakt þarna og sjái með eigin augum ástandið.

Anna Margrét Ólafsdóttir skrifar:

„Það ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni og slíkt ástand er ekki hægt að tala upp. Við sem höfum komið þangað sjálf eða með ættingja höfum séð með eigin augum hve ástandið er slæmt. Þegar Pétur þurfti að dvelja þar yfir nótt með svæsna lungnabólgu og ég vogaði mér heim seint um kvöldið og nóttina gleymdist í öllum asanum að gefa honum tvo skammta af sýklalyfjum í æð sem var mjög alvarlegt. Fólk lá fárveikt á göngum, sumt með óhljóðum af kvölum. Viðkvæmar upplýsingar til sjúklinga heyra allir aðrir sjúklingar sem eru í sama rými, oft upp í níu manns. Þetta er bara ekki í lagi og þarf að laga strax með auknu fjármagni. Ég vona heitt og innilega að ég þurfi ekki að leita mér aðstoðar á bráðamóttökunni. Ég legg til að ríkisstjórnin öll taki eins og eina langa vakt þarna og sjái með eigin augum ástandið, starfsfólkið er að bugast og sjúklingum er þetta ekki bjóðandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: