- Advertisement -

Fólkið sem hefur það skítt

Jónína Björg Magnúsdóttir: „…ef heilsan leyfir öryrkjum að afla sér aukatekna um styttri eða lengri tíma er þeim refsað með tekjuskerðingu…“ Ljósmynd: Rúv.

„Í landinu okkar er að finna stóran hóp sem hefur það skítt. Þessi hópur nefnist öryrkjar. Þótt hópur sé þá er hann þó dreifður um land allt. Að vera öryrki þýðir m.a. að þú hefur ekki fulla starfsorku eða starfsgetu af líkamlegum eða andlegum orsökum og ef heilsan leyfir öryrkjum að afla sér aukatekna um styttri eða lengri tíma er þeim refsað með tekjuskerðingu og í raun meinað að leyfa sjálfinu að líða betur og finnast þeir vera einhvers virði,“ þetta sagði varaþingmaður Samfylkingarinnar, Jónína Björg Magnúsdóttir, á Alþingi fyrr í morgun.

„Í vikunni kallaði ég inn upplýsingar frá fólki víðs vegar að af landinu og var sláandi sú tala sem þessir einstaklingar hafa milli handanna, þegar öll útgjöld hafa verið greidd. Rokkaði talan frá 40 þús. kr. upp í 90 þús. kr. og þar við sat,“ sagði hún.

Vestur á fjörðum er kona…

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Vestur á fjörðum er kona sem sefur á dýnu í íbúðarkytru í bið eftir félagslegri íbúð. Á tjaldsvæðinu í Laugardalnum býr fólk sem borgar nærri 40 þús. kr. í aðstöðugjöld fyrir mánuðinn. Næstu mánaðamót mun það hækka upp í 90 þús. kr. og mánuði seinna í rúmar 100 þús. kr. Það er ekkert húsnæði að fá á öllu landinu fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ sagði Jónína Björg.

Læra að þykjast

Og svo spurði hún: „Hvað ætlar þingheimur að gera í málum þessa fólks? Það væri kannski ráð að smala öryrkjunum saman til að fylla upp í holurnar á vegum landsins, það væri nýtilegra heldur en að sópa þeim undir teppið. Við fæðumst öll með silfurskeið í munni, en sumir glata sinni. Aðrir læra snemma að þykjast hafa týnt sinni og geyma hana þar sem sólar nýtur ekki við, af því að pabbi og mamma gefa þeim alltaf nýja ef þau týna sinni og þá safnast digur sjóður í geymslunni. Það er kannski ástæðan fyrir því að sumir sitja sem minnst á stólum Alþingis þó að þeir ættu að vera þar.“

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: