Það væri því ekki úr vegi að forystumenn Sjálfstæðisflokksins upplýstu hvort að flokkurinn hafi endurgreitt vafasama milljóna styrki sem flokkurinn fékk í aðdraganda hrunsins m.a. Fl. Group og Landsbankanum.
Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson skrifaði:
Það er augljóst að formaður Sjálfstæðisflokksins er annað hvort ekki í neinu sambandi við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins þ.e. flokksfélaga sinn Vilhjálm Árnason eða er illa haldinnaf þráhyggju.
Guðrún Hafsteinsdóttir spyr á þingi síendurtekið út í styrkjamál Flokks fólksins og eru spurningarnar ekki í neinu samræmi við vinnu nefndarinnar og tekur hún upplýsingar um málið endurtekið úr samhengi.
Þessi skilyrði hefur Flokkur fólksins alltaf uppfyllt…
Í fyrsta lagi er ljóst að Flokkur fólksins uppfyllti frá upphafi öll helstu skilyrði til þess að hljóta lögbundinn styrk til stjórnmálahreyfinga. Helstu skilyrðin eru að vera með kjörna fulltrúa á þingi og skila Ríkisendurskoðun löglega endurskoðuðum ársreikningum. Þessi skilyrði hefur Flokkur fólksins alltaf uppfyllt og aldrei farið á milli mála að Flokkur fólksins er stjórnmálaflokkur. Það sem upp á vantaði var að flokkurinn væri skráður sem stjórnmálahreyfing en ekki félagasamtök í opinberum gagnagrunni.
Ríkisskattstjóri veitti flokknum leiðbeiningar þar að lútandi snemma árs 2024 eftir að starfsmaður flokksins óskaði eftir þeim. Það er því rangt eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa látið í veðri vaka að RSK hafi haft frumkvæði að því að veita þessar leiðbeiningar. Til að kippa þessu í liðinn þurfti að boða til landsfundar til að breyta samþykktum en það frestaðist vegna þess að þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði óvænt til þingkosninga með skömmum fyrirvara í nóvember í fyrra.
Nú hefur öllum formsatriðum verið fullnægt en samt heldur formaður Sjálfstæðisflokksins áfram að berja höfðinu við steininn þegar hún gæti auðveldlega snúið sér við í stólnum í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins og spurt samflokksmann sinn og formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hvernig honum gangi í rannsóknarstörfum hans á málinu.
Það er snúið að átta sig á…
Það er snúið að átta sig á hvað núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins gengur til þar sem Sjálfstæðisflokkurinn gáði ekki heldur að sér hvað umrædda skráningu varðar. Forveri hennar í formannsembætti greiddi út styrki til Sjálfstæðisflokksins og allra annarra stjórnamálaflokka þegar enginn þeirra uppfyllti skráningarskilyrðið. Það væri því ekki úr vegi að forystumenn Sjálfstæðisflokksins upplýstu hvort að flokkurinn hafi endurgreitt vafasama milljóna styrki sem flokkurinn fékk í aðdraganda hrunsins m.a. Fl. Group og Landsbankanum, líkt og lofað var hátíðlega að gera á sínum tíma. Þurfti flokkurinn kannski að selja lóð við Valhöll til að eiga fyrir þeim endurgreiðslum?