- Advertisement -

Forsætisráðherra lokar augunum

Björgvin Guðmundsson.

Veit Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, ekki hver vandi þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja er? Jú, hún veit það en kýs að loka augunum fyrir vandamálinu. Ég sendi henni opið bréf um málið strax í byrjun janúar og eintak af bréfinu var sent í forsætisráðuneytið. Skömmu síðar sendi Ellert B.Schram formaður FEB henni einnig bréf um sama mál. Það er því búið að vekja rækilega athygli forsætisráðherra á þessu vandamáli. En samt gerist ekkert. Hvers vegna?
Katrín vill áreiðanlega leysa þetta vandamál en hún vill ekki fórna hégómanum. Hver er hégóminn? Hann er stóll forsætisráðherra (án valda) og öll þau hlunnindi sem honum fylgja. Ef Katrín fylgir sannfæringu sinni og bætir kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja strax eins og unnt er að gera, þegar á morgun með bráðabirgðalögum getur stjórnin sprungið og hégóminn horfið.
Laun/lífeyrir lægst launuðu aldraðra og öryrkja eru rúmar 200 þúsund krónur eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri upphæð eins og húsnæðiskostnaður er í dag. Laun forsætisráðherra eru tíföld sú upphæð. Ég leyfi mér að segja, að munurinn sé tífaldur þó laun forsætisráðherra séu fyrir skatt, þar eð hlunnindi og aukagreiðslur forsætisráherra eru svo gífurlega mikil, að þau gera meira en duga fyrir skattinum. Það er ekki unnt að láta þetta danka lengur. Það verður að leysa málið og það verður að leysa það strax!

Björgvin Guðmundsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: