- Advertisement -

Forstjórinn undrandi á Guðlaugi Þór

Samfélag Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann fund með fjárlaganefnd Alþingis og eftirmála hans.

„Framkoma forystu fjárlaganefndar var vonbrigði, en einkum þó skilningsleysi á þörfum spítalans. Það viðhorf að það væri búið að setja svo mikið í spítalann í tvö ár og að við ættum bara að vera ánægð með og vera ekki að væla,“ sagði Páll.

Vigdís Hauksdóttir 3Vigdís Hauksdóttir sagði, í Sprengisandi í gær, að hún sem formaður fjárlaganefndar, verði að standa fast í fæturnar þegar árlegur þrýstingur frá Landspítalanum dynur yfir.

„Þetta snýst ekki um ánægju. Þetta snýst heldur ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur. Eða mína. Eða nokkurs annars. Þetta snýst um miklu stærri hlut, sem er hagur þjóðarsjúkrahússins. Þjóðin hefur sagst vilja fá hann í forgang.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann var spurður hvort varaformaður nefndarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafi sýnt erindinu skilning.

„Mér fannst það ekki, nei.“

Varstu undrandi?

„Já.“

Páll var spurður hvort honum hafi verið sýndir dónaskapur.

„Þetta er framkoma sem ég vil ekki sýna.“

Var þér sýnd ókurteisi?

„Já, amma mín hefði kallað það það.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: