- Advertisement -

Getur „sjálftökufólk“ kyngt þessu?

Vonsvikin og reið kynslóð ungmenna í fátæktargildru grípur til úrræða hinna rökþrota, ofbeldis.

Ragnar Önundarson skrifar:

Pistill Styrmis er að vanda þarfur og hnitmiðaður. Halldór Laxness minnist einhvers staðar á „fyrirlitningu hins sadda“ og notar myndlíkingu af því tómlæti sem felst í svipmóti jórtrandi kúa. Það er umhugsunarefni hvort þeir sem tryggt hafa sjálfum sér slíkar allsnægtir úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna, að þeir þurfa engar áhyggjur að hafa af framfærslu sinni og barna sinna, geti skilið vandann til fulls, þmt. tilfinningalega hlið hans. Hann verður ekki leystur nema að hætti Hróa hattar, það er óhjákvæmilegt að þeir sem úr mestu hafa að spila leggi meira fram. Ríkissjóð verður að nota til upptöku og endurúthlutunar auðs, að einhverju marki. Getur „sjálftökufólk“ kyngt þessu? Ég efast um það.

Önnur leið hefur verið farin í nálægum löndum, í misjafnlega langan tíma: Innflytjendur fylla hóp hinna lægst launuðu í vaxandi mæli. Þeir leita til Vesturlanda vonglaðir um betri lífskjör, sem þeir sjá í hyllingum, en átta sig á þegar þangað, er komið að þeim eru ætluð erfiðustu, óþrifalegustu og verst launuðu störfin. Það er „fyrirlitning hins sadda“ sem veldur því að þessi leið verður fyrir valinu. Samfélög Vesturlanda verða ekki söm á ný, vonsvikin og reið kynslóð ungmenna í fátæktargildru grípur til úrræða hinna rökþrota, ofbeldis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: