- Advertisement -

Gleymt fólk

Sigmundur Ernir Rúnarsson:
„Og það er ekki laust við það að maður skammist sín fyrir framkomu af þessu tagi, fyllist jafnvel reiði í bland við leiða og trega.“

„Íslendingar eiga það til að að gleyma fólki, ekki síst stjórnsýslan, embættismannakerfið og félagsþjónustan, sem hefur á að skipa ágætum starfsmönnum, oftast nær, en á köflum er eins og mannúðin eigi ekki heima í reiknilíkani þessara opinberu apparata, þvert á raunverulegt hlutverk þeirra,“ skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson í leiðara dagsins í Fréttablaðinu.

„Nýjasta og átakanlegasta sagan sem afhjúpar þessa gleymsku fjallar um hlutskipti tæplega sextugrar konu með MS-sjúkdóminn, en hún fær ekki lengur inni á hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi sem hefur verið athvarf hennar um tveggja ára skeið. Hún heitir Margrét Sigríður Guðmundsdóttir og hefur glímt við heilsuleysi um árabil.

Núna eru aðstæður hennar í samfélaginu þær að ekki er lengur hægt að koma til móts við þarfir hennar á heimilinu. Hún segist fyrir vikið ekki vita hvar hún eigi að búa. Hún hefur með öðrum orðum fengið tvöfaldan dóm, sjúkdóm sinn og höfnun hins opinbera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og það er ekki laust við það að maður skammist sín fyrir framkomu af þessu tagi, fyllist jafnvel reiði í bland við leiða og trega.“

Þetta er hluti leiðarans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: