- Advertisement -

Gróf mannréttindabrot framin á Íslandi

Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, lagði fyrir alþingi skýrslu um utanríkismál fyrir nokkrum dögum. Þar er m.a.kafli um mannréttindamál. Þegar utanríkisráðherra ræddi skýrsluna á alþingi kvaðst hann leggja mikla áherslu á mannréttindamál. M.a. kvaðst hann hafa áhyggjur af mannréttindabrotum í Rússlandi. Kvaðst hann hafa rætt þau mál við utanríkisráðherra Rússlands og m.a. fundið að því, að mannréttindi væru brotin á samkynhneigðum í Rússlandi. Það er virðingarvert, að utanríkisráðherra skuli láta sig varða mannréttindabrot í Rússlandi en það væri ekki síður æskilegt,að hann léti sig skipta mannréttindabrot á Íslandi. Hér á landi eru gróf mannréttindabrot framin.

Dæmi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, er haldið niðri í tæpum og rúmum 200 þúsund kr á mánuði. Það dugar ekki fyrir framfærslukostnaði og er gróft mannréttindabrot. Þúsundir barna á Íslandi búa við fátækt. Það er gróft mannréttindabrot. Og þannig mætti áfram telja. Æskilegt væri að utanríkisráðherra og aðrir ráðherrar létu sig þessi mál skipta og beittu sér fyrir lagfæringunm svo hætta mætti mannréttindabrotum hér á landi.

Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: