- Advertisement -

Guð blessi munaðarlausan landbúnaðinn

„En land­búnaður er mik­il­væg­asti at­vinnu­veg­ur hverr­ar þjóðar, í hon­um er mat­væla­ör­yggi og menn­ing þjóðar fal­in.“

Guðni Ágústsson.

Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, skrifar í Moggann í dag. Guðni hefur áhyggjur af stöðu landbúnaðarins. Segir enga flokka sinna honum sem skyldi. Þrátt fyrir að þrír „framsóknarflokkar“ myndi ríkisstjórnina. “…hví hafa þeir flokk­ar yf­ir­gefið bænd­ur sem alltaf stóðu að land­búnaði og sveit­un­um?“

Víg­dís Häsler.
Kjötsal­ar hafa ekki selt ís­lenskt nauta­kjöt á ár­inu.

Grein Guðna byrjar svona: „Ekk­ert kom á óvart í neyðarkalli fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna í Morg­un­blaðinu 8. ág­úst sl., nema frá­bær hrein­skilni. Grein­ina nefn­ir Víg­dís Häsler „Hung­ur­leik­arn­ir“. Grein­in er vel rök­studd en fram­kvæmda­stjór­inn staðnæm­ist aft­ur og aft­ur við það vilja- eða getu­leysi sem ríkt hef­ur um langa hríð, ekki síst hjá stjórn­mála­mönn­un­um. Þessi dauðahönd er að leiða af sér upp­lausn í mörg­um bú­grein­um land­búnaðar­ins. Sum­ar bú­grein­ar sjá varla til sól­ar og bænd­um finnst sinnu­leysið vera skila­boð um að hverfa til annarra starfa eða banna börn­um sín­um að taka við búi. Nú er auðveld­ast segja marg­ir að loka fjós­inu, fáir ráða við ný­bygg­ingu. Bænd­ur fresta því að taka fé á ný eft­ir riðu, þó ráðuneytið sé bæði ön­ugt og spar­samt um raun­veru­leg­ar bæt­ur, þá er betra að búa á styrkj­um en rekstri sauðfjár­bús. Svo gef­ur ferðaþjón­ust­an gull og græna skóga með doll­ur­um og evr­um, og pen­ing­inn lofa menn að morgni eins og mey. Kjötsal­ar hafa ekki selt ís­lenskt nauta­kjöt á ár­inu, enda tolla­samn­ing­ar gerðir með hags­muni ESB-bænda í huga annaðhvort vegna auðmýkt­ar eða þess að emb­ætt­is­menn og ráðherr­ar vaka ekki yfir hags­mun­um lands­ins.“

„Beitt­ari get­ur spurn­ing­in ekki verið.“

Best að halda áfram með greinina: „Vig­dís seg­ir í grein sinni: „Ef ekk­ert verður að gert og fram held­ur sem horf­ir get­ur Ísland orðið að dystópíu Suz­anne Coll­ins og ekki í skáldaðri sam­fé­lags­mynd. Þær áskor­an­ir sem bænd­ur standa frammi fyr­ir eru raun­veru­leg­ar og því þarf að spyrja „ís­lenska Kapí­tólið“, þá 63 þing­menn sem sitja á Alþingi og 405 sveit­ar­stjórn­ar­menn, hvort það eigi að vera land­búnaðarfram­leiðsla á Íslandi, eða erum við bara í þessu til að kitla hé­góma þeirra.“

Greinin endar svona: „Beitt­ari get­ur spurn­ing­in ekki verið til alþing­is­manna? Spurn­ing­una má þrengja og spyrja, hví hafa þeir flokk­ar yf­ir­gefið bænd­ur sem alltaf stóðu að land­búnaði og sveit­un­um? Hundaþvott­ur­inn birt­ist í því að nema orðið land­búnaður af öll­um stofn­un­um og ráðuneytið er kennt við mat. En land­búnaður er mik­il­væg­asti at­vinnu­veg­ur hverr­ar þjóðar, í hon­um er mat­væla­ör­yggi og menn­ing þjóðar fal­in. Guð blessi land­búnaðinn,“ skrifaði Guðni Ágústsson í Mogga dagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: