- Advertisement -

Leitar ásjár hjá Bjarna

Landbúnaður Guðni Ágústsson er ekki par hrifinn af framgöngu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra. Guðni mundar pennan í Morgunblaði dagsins það sem hann reynir að skýra sína skoðun á þessu máli. Í lok greinarinnar skrifar hann til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

„Ég skora því á for­sæt­is­ráðherra, Bjarna Bene­dikts­son, að taka mál­in í sín­ar hend­ur með ráðherr­um sín­um og kalla bænd­ur og fleiri hags­munaaðila að samn­inga­borði og forða okk­ur frá því að land­búnaðarfram­leiðslan verði fyr­ir þeim skakka­föll­um sem nú virðist blasa við. Tæki­færi eru nú á öll­um sviðum fyr­ir ís­lenska land­búnaðarfram­leiðslu en brugðið get­ur til beggja vona eins og staðan er. Við þess­ar margþættu aðstæður og erfiðleika er þetta skylda for­sæt­is­ráðherra að taka málið upp, verk­efn­in snúa að mörgum ráðuneyt­um og ráðherr­um og flókn­um viðfangs­efn­um. Oft var þörf en nú er nauðsyn að bretta upp erm­arn­ar og marka land­búnaðarfram­leiðslunni og matvælalandinu Íslandi ör­ugga von.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: