- Advertisement -

Fyrrum formaður Framsóknar ósáttur

Guðni Ágústsson: Marg­ir telja að land­búnaður­inn verði horf­in at­vinna í land­inu nema vakn­ing verði og viðsnún­ing­ur.
Mynd: dv.is.

„Stjórn­mála­menn hafa brugðist at­vinnu­veg­in­um í svo mörg­um atriðum og bænd­urn­ir sjálf­ir eru kúgaðir og dauf­ir,“ þannig skrifar Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra, í Moggann. Það er fyrst og síðast Framsókn sem hefur verið til varnar fyrir sveitirnar. Staða flokksins er of aum um nú til að flokkurinn geti krafist eins né neins. Og þar með að fara með landbúnaðarráðuneytið.

„Marg­ir telja að land­búnaður­inn verði horf­in at­vinna í land­inu nema vakn­ing verði og viðsnún­ing­ur. Bæði verði stjórn­mála­menn og bænd­ur að vakna og grípa til aðgerða ef ekki á allt að fara á versta veg. Við eig­um af­burðagóða bænd­ur þrátt fyr­ir allt í öll­um bú­grein­um, en það hall­ar und­an fæti. Ungt fólk vill í sveit og bú­skap en lífs­kjör­in stoppa það af. Það er und­ir okk­ur sjálf­um komið hvort hinar vondu spár ræt­ast. Ég full­yrði að stjórn­mála­flokk­arn­ir eru alla­vega í orði á því að vilja sjá sterk­an land­búnað og þangað ber að beina kast­ljósi umræðunn­ar um hver þró­un­in er og hvert stefn­ir,“ skrifar Guðni.

Þótt land­búnaður sé vart nefnd­ur á nafn leng­ur í rík­is­stjórn eða á Alþingi vilja neyt­end­ur ís­lensk mat­væli á sitt borð. Enn get­um við Íslend­ing­ar snúið við og fært bænd­um nán­ast það verk­efni að fram­leiða flestall­ar land­búnaðar­vör­ur á viðsjár­verðum tím­um um ver­öld alla. All­ar kjötvör­ur, all­ar mjólk­ur­vör­ur, allt græn­meti. Og brauð, bjór og viský að auki af ís­lensk­um ökr­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: