- Advertisement -

Ráðherra vill heimaslátrun

- aldagömul reynsla af heimaslátrun. Gera bændum meira svigrúm.

Þorgerður Katrín landbúnaðarráðherra.
„…ekki aðeins til eigin nota á býli heldur einnig til sölu…“

„Við eigum að veita bændum eins mikið svigrúm til að móta afurðir frá sínu býli sjálfir. Það er þróun í þá átt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra þegar hún svaraðu spurningum Teits Björns Einarssonar.

„Auðvitað með þeim fyrirvörum að tryggja matvælaöryggi, rekjanleika, upplýsingar fyrir neytendur, heilbrigðisvottorð o.s.frv. En við eigum að gera allt til að styðja bændur svo þeir geti gert sem mest úr sínum heilbrigðu íslensku vörum sem eru svo frábærar og allir Íslendingar eiga að hafa hjá sér á hverjum degi,“ sagði ráðherra.

„…ekki aðeins til eigin nota á býli heldur einnig til sölu að því gefnu að vöruverndun og öryggi sé í fyrirrúmi, þá hefur það tíðkast lengi á Íslandi, sem betur fer, að bændur hafa slátrað eigin búfé til eigin neyslu um aldir. Það þekkist auðvitað líka annars staðar. Þetta er leyfilegt og bóndi ber ábyrgð á því sem hann borðar sjálfur og hann hefur vitneskju um aðstæður, heilbrigði viðkomandi gripa o.s.frv. Þess er sérstaklega getið í matvælareglugerðum að þær taki ekki til heimaslátrunar sem slíkrar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: