- Advertisement -

Guðlaugur Þór reiddist Færeyingum

Gunnar Smári skrifar:

Hér er gömul frétt um milliríkjadeilu milli Íslands og Færeyja, sem magnaðist upp vegna varna íslensku ríkisstjórnarinnar við breytingar á lögum í Færeyjum um bann við eign útlendinga í útgerðarfyrirtækjum sem fiska í lögsögunni (sambærilegt og er í íslenskum lögum). Högni Hoydal, fyrrum sjávarútvegsráðherra, ræddi þetta í Kringvarpinu í gær, nefndi að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefðu beitt miklum þrýstingi og að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi verið svo reiður að hann hafi neitað að ræða um samninginn, sem kallast Hoyvíkursamningurinn. Svona eru áhrif Samherja sterk og víða. Við stjórnarskipti var uppsögn samningsins dregin til baka og því lýst yfir að ekki yrðu gerðar athugasemdir við eldra eignarhald. Undanfarna daga hefur fólk í Fólkaflokknum, systurflokki Sjálfstæðisflokksins, sem komst til valda, lýst yfir stórkostlegum vonbrigðum með Samherja og krafist þess að allt erlent eignarhald yrði upprætt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: