- Advertisement -

Guðmundur Felix birtir magnaða mynd: „Enn einn sigurinn“

Guðmundur Felix Grétarsson er gangandi kraftaverk og af honum berast reglulega stórkostlegar fréttir. Hann birti ansi magnaða mynd á Facebook-síðu sinni sem sýnir nýjasta sigurinn. Eins og alþjóð veit gekkst hann undir handleggjaágræðslu í Frakklandi fyrir um 16 mánuðum og hefur bataferli hans gengið vonum framar.

Myndina má sjá hér neðan og undir hana skrifar Guðmundur Felix:

„Enn einn sigurinn, fyrstu blöðrurnar mínar,“

Eins og flestir líklegast vita voru græddir á Guðmund nýir handleggir þann 14. janúar síðastliðinn, eftir að hann missti þá báða í hræðilegu slysi árið 1998, þá 26 ára gamall:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Var það í raun kraftaverk að Guðmundur skyldi lifa slysið af, en hann fékk í sig ellefu þúsund volt og var haldið sofandi í sjö vikur. Nú rúmlega tuttugu árum síðar er Guðmundur kominn með handleggi og hafa framfarir hans farið langt fram úr björtustu vonum.

Guðmundur hefur leyft fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með daglegu lífi sínu og sigrum, bæði stórum og litlum, frá því að hann gekkst undir aðgerðina.

Myndin sem hann birti í gær er mögnuð. Hún sýnir hendurnar á honum og blöðrur sem hann fékk á þær eftir daglegt amstur. Yfirleitt teljast það ekki gleðitíðindi að fá blöðrur á hendurnar en hjá Guðmundi Felix merkir það að hlutirnir virka eins og þeir eiga að virka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: