- Advertisement -

Hallur krefst afsökunar frá Mogganum

„Ég sem fyrrverandi blaðamaður & lesandi & unnandi Morgunblaðsins krefst afsökunar blaðsins á rógburði & ósannindum í garð enska félagsins ManCity,“ skrifar Hallur Hallsson fréttamaður.

„Ekki hægt að sanna sekt ManCity,“ segir blaðamaður á Mogganum Víðir Sigurðsson í grein í dag. Í annað sinn á nokkrum dögum fellur Mogginn í þá gryfju að virða að vettugi reglur réttarríkis & láta slúður stjórna penna sínum. Íþróttadómstóll Evrópu CAS sýknaði á dögunum MaCity fyrir að hafa brotið reglur UEFA.

Samt halda leiðarahöfundur & nú yfirmaður íþróttadeildar Mogga að ekki sé hægt sanna sekt ManCity líkt & félagið sé sekt þrátt fyrir sýknu. Enska félagið ManCity var sýknað af Íþróttadómstólnum CAS um að hafa rangt við. Þetta virðist Mbl ekki geta sætt sig við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar ég vann á Mogganum þá baðst blaðið afsökunar á mistökum, þar á meðal mistökum mínum. Þannig var það undir ritstjórn Matthíasar & Styrmis. Hafa skal það sem sannara reynist.

Í vestrænu réttarríki eru menn & lögaðilar saklausir uns sekt er sönnuð. ManCity var sýknað af dómstóli CAS af áburði & rógi um að hafa brotið teglur UEFA.

Samt heldur Mogginn að bera út róg & níð um enska félagið Manchester City. Svo langt hefur Mogginn seilst að segja ekki frá 100 stiga meti ManCity fyrr en löngu-löngu-löngu síðar – & þá eiginlega bara neðanmáls. Ólík var umfjöllun blaðsins um liðið sem varð meistari á dögunum.

UEFA byggði úrskurð sinn á m.a. netpóstum fyrir daga FFP reglur; stolnum netpóstum klipptum saman til gefa ranga mynd af atburðarás.

Mogginn hefur haldið í heiðri í yfir 100 ára sögu sinni að maður/lögaðili er ekki sekur fundinn fyrr en sekt er sönnuð.

Undanfarin ár hefur staðið yfir rógsherferð á hendur enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Elítuklúbbar Evrópu fóru í rógsherferð gegn ManCity & UEFA dæmdi félagið í 2ja ára bann til þátttöku í Evrópukeppni.

ManCity áfrýjaði úrskurði UEFA til CAS sem sýknaði City um að hafa brotið gegn reglum & felldi niður 2ja ára bann.

CAS dæmdi félagið í £10M sekt fyrir að hafa neitað samvinnu en það gerði félagið á grundvelli þess að ásakanir voru reistar á stolnum tölvupóstum slitnum úr samhengi.

Þann 9. mars sl. þá gripu 9 félög á Englandi til þess ótrúlega úrræðis að skrifa CAS bréf & krefjast þess að CAS tæki mál ManCity ekki til meðferðar & ólög UEFA stæðu; meðal þeirra voru Liverpool, ManUtd, Arsenal & Chelsea.

Félögin sumsé vildu víkja reglum réttarríkisins til hliðar.

Aldrei í sögu knattspyrnu hefur félag mátt sæta viðlíka ofsóknum sem ManCity. Meira um það síðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: