- Advertisement -

Hefðbundna stjórnmálakerfið á Spáni að leysast upp

Niðurlæging Lýðflokksins er mikil. Sá flokkur hefur aldrei fengið jafn slæma útkomu, er vart með helming þess fylgis sem hann naut fyrir Hrun.

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar:

Það er talið hratt á Spáni, tæp 80% atkvæða hafa þegar verið talin. Sósíalistaflokkurinn bætir við sig flestum þingmönnum en últra-hægriflokurinn VOX við sig flestum atkvæðum, þó minna en kannanir bentu til. Hin hefðbundni hægriflokkur, Lýðflokkurinn, tapar miklu, næstum helmingnum af fylgi sínu, 16 prósentustigum. Hægri flokkar (Lýðflokkurinn, VOX og Ciudadanos) tapa samanlagt næstum 4 prósnetustigum þrátt fyrir næstum 10 prósentustiga vöxt VOX. Últrahægrið nær því ekki að éta upp tap Lýðflokksins, jafnvel þótt Ciudadanos bæti aðeins við sig. Samanlagt tapa hægriflokkarnir um 23 þingsætum. Podemos tapa miklu (7 prósentustig) en samanlagt standa Sósíalistar og Podemos þótt þeir vinni samanlagt 8 þingmenn. En hvert fer fylgið? Ýmsir héraðsflokkar vinna samanlagt á, um 4 prósentustig, sem þó gefur þeim um 15 nýja þingmenn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Niðurlæging Lýðflokksins er mikil. Sá flokkur hefur aldrei fengið jafn slæma útkomu, er vart með helming þess fylgis sem hann naut fyrir Hrun. Í kosningunum 2008, rétt fyrir Hrun var samanlagt fylgi stóru flokkanna tveggja, Lýðflokksins og Sósíalista, um 84% en stefnir í að verða um 46% nú. 38% kjósenda hafa yfirgefið þessa flokka.

Hefðbundna stjórnmálakerfið á Spáni leysist upp á tveimur ásum. Annars vegar með uppgangi nýrra flokka á landsvísu; Podemos og Ciudadanos sem eru týpískir eftirhrunsflokkar af líkum stofni og Borgarahreyfingin, Björt framtíð, Píratar, Viðreisn og svo VOX, sem er sömu ættar og Svíþjóðardemókratar, Brexitflokkur Farage, Front national í Frakklandi, Norðurbandalagið á Ítalíu o.s.frv. En í þessum kosningum sést enn betur en fyrr að spönsk stjórnmál eru að leysast upp eftir héraðs-ásum; sjálfstæðisflokkar í svo til öllum fylkjum Spánar vinna á.

En … það á enn eftir að telja um 20% atkvæða svo þetta getur allt breyst.

Mynd: Alasdair Elmes.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: