- Advertisement -

Henda átta milljörðum í sjóinn

Gunnar Smári skrifar:

Þarna stendur: Guðmundur segir að verulega hafi dregið úr fjármagni sem veitt er í eftirlit sem hófst um aldamótin með átaki við mælingu á brottkasti. „Þar af leiðandi höfum við ekki eins nákvæmar og miklar mælingar og við höfðum áður. Og þetta er eiginlega orðið þannig að nú er mælt á tveggja til þriggja ára fresti í staðinn fyrir á hverju ári áður.“

Það hefur sem sagt verið dregið úr eftirliti með auðlindinni eftir því sem færri og stærri aðilar hafa komist yfir hana, aðilar með sterkari tök á stjórnmálum og stjórnsýslu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í töflunum á bak við fréttina kemur fram að allt að 2,6% af veiddum þorski er hent. Miðað við verðmæti útflutnings sjávarafurða eru það um 8 milljarðar króna (ef jafn mikið er hent af öðrum tegundum). En þrátt fyrir að ljóst sé að vandinn sé mikill og vaxandi er dregið úr eftirliti og möguleikanum á að meta umfang hans. Þarna kemur líka fram að það er stórútgerðin og togararnir sem helst henda fiski.

Brottkast er aðeins hluti af svindlinu með auðlindina. Afla er landað fram hjá vigt, þorski er landað sem verðminni tegundir og of hátt hlutfall íss er dregið frá við löndun. Það ætti því að stórauka eftirlit, ekki draga úr því.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: