- Advertisement -

Hafró hefur týnt milljón tonnum af þorski

„Humarinn er dauður, hörpudiskurinn er farinn. Milljón tonn af loðnu í fyrra en rúm 100 þúsund tonn núna? Þetta er verra en að taka þátt í póker.“

Hér á undan var kafli úr viðtali við Stefán Einarsson útgerðarmann á Aðalbjörgu RE. Hér er meira úr þessu fína viðtali.

Þegar Aðalbjörg var hæst í kvóta var hann um 500 tonn. Í dag nær kvótinn ekki 300 tonnum. Fyrst þegar kolinn fór í kvóta hafði Aðalbjörg nær 250 tonna í rauðsprettu. Núna er kvótinn undir 100 tonnum.„Hafrannsóknastofnun hefur týnt milljón tonnum af þorski á 40 árum. Hún týndi eitt árið 600 þúsund tonnum með reiknivitleysu. Og enn þá heldur hún áfram. Humarinn er dauður, hörpudiskurinn er farinn. Milljón tonn af loðnu í fyrra en rúm 100 þúsund tonn núna? Þetta er verra en að taka þátt í póker.“

Stefán segir aldrei áður hafa verið meira fiskirí á þessum árstíma af þorski. 80% flotans forðist þorsk eins og heitan eldinn. Ýsan hafi farið úr 100 þúsund tonnum niður í 30 þúsund tonn. Þar séu allir á flótta líka. Einfaldlega sé ekki hægt fyrir litlar útgerðir að standa undir þessu. Hvað Aðalbjörgu varðar þá sé strax núna í byrjun fiskveiðiárs sáralítið eftir af þorski. Útgerðin lifi bara af því að fiska flatfisk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stefán nefnir til sögunnar lúðu. 80% af henni sem veiðist sem meðafli fer í VS-afla og mönnum beri að sleppa lífvænlegri lúðu. Svo er bannað að sleppa lífvænlegum sandkola.„Það voru gefin út 7.000 tonn af sandkola um aldamótin en núna 301 tonn. Verra er að mér finnst engar rannsóknir standa á bak við þetta. Á síðasta ári var Aðalbjörg með 60-70 tonn af þessum 300 tonnum af sandkola. Og við höfum skipt út fyrir sandkola en samt er hann algjör aukaafli fyrir okkur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: