- Advertisement -

Hægrið hamast á Svandísi

Þarna hef­ur Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra orðið svo stór­kost­lega á í mess­unni að vand­séð er að hún haldi trausti Alþing­is.

Leiðari Moggans.

„Ráðherra hef­ur til­tekn­ar vald­heim­ild­ir lög­um sam­kvæmt og aðrar ekki. Þess vegna má ráðherra ekki – með samn­ing­um og greiðslum eða öðrum hætti – sækja sér aðrar vald­heim­ild­ir en hon­um eru ætlaðar. Það er ástæða fyr­ir því að hann hef­ur sín­ar vald­heim­ild­ir en ekki aðrar og ein­ung­is Alþingi má breyta því. Hafi ráðherra ekki vald til ein­hvers má hann ekki bara hringja eft­ir þörf­um í lög­regl­una eða land­lækni, sem kunna að hafa slík völd til annarra verk­efna,“ segir í leiðara Moggans í dag.

Þar á bæ kætist fólk vegna ógildingar dagsekta á Brim. Og ógildingar samnings milli ráðuneytis Svandísar og Samkeppniseftirlitsins.

Svandís þarf nú að þola bylmingshögg frá Sjálfstæðisflokki og Mogga. Eins þarf Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að þola ,örg högg. Sum þung.

Stasi hefði ekki getað orðað það bet­ur.

Meira úr leiðaranum:

„En það var ná­kvæm­lega það sem Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra reyndi að gera með ólög­leg­um samn­ingi sín­um við Sam­keppnis­eft­ir­litið: að greiða SKE fyr­ir að það notaði sín­ar sér­stöku vald­heim­ild­ir til þess að kom­ast að ein­hverju sem ráðherra hef­ur ekki heim­ild­ir til þess að krefja nokk­urn um. Og það í póli­tísk­um til­gangi.

Þarna hef­ur Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra orðið svo stór­kost­lega á í mess­unni að vand­séð er að hún haldi trausti Alþing­is.

Er þó ekki allt upp talið, því til þess að greiða SKE fyr­ir viðvikið fór mat­vælaráðherra í kring­um fjár­veit­inga­vald Alþing­is. Úr rík­is­sjóði má ekk­ert gjald greiða af hendi, nema heim­ild sé til þess í fjár­lög­um eða fjár­auka­lög­um. Til þess arna var notað fé úr fjár­lagaliðnum „Ýmis fram­lög í sjáv­ar­út­vegi“ en Sam­keppnis­eft­ir­litið er ekki í sjáv­ar­út­vegi, heyr­ir und­ir ann­an ráðherra og á ekki að vera á snær­um mat­vælaráðherra.

Ráðherra hef­ur vissu­lega nokk­urt svig­rúm og sveigj­an­leika inn­an ramm­a­fjár­laga, en aðeins inn­an sinna mála­flokka. Mat­vælaráðherra má ekki leggja SKE til fjár­muni frek­ar en þjóðkirkj­unni, þó ein­hverj­um þyki málstaður­inn göf­ug­ur.

Einnig þarna hef­ur mat­vælaráðherra fyr­ir­gert trausti Alþing­is til sín.

Ef til vill er það þó afstaða mat­vælaráðherra til rík­is­valds­ins og hins frjálsa þjóðskipu­lags sem mest­ar áhyggj­ur vek­ur. Í gær áréttuðu Sam­tök at­vinnu­lífs­ins mik­il­vægi meðal­hófs í upp­lýs­inga- og gagna­öfl­un hins op­in­bera, en þegar mbl.is innti Svandísi álits á því stóð ekki á svör­um:

„Ég held að það sé mik­il­vægt að at­vinnu­starf­semi í land­inu sé þannig að hún hafi ekk­ert að fela.“

Stasi hefði ekki getað orðað það bet­ur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: