- Advertisement -

Svandís slæst enn við smábátasjómenn

„Það kom verulega á óvart, í raun svo mikið að vissara var að lesa bréfið tvisvar til að trúa því að erindinu hefði verið hafnað.“

„Þann 1. febrúar sl. tilkynnti Fiskistofa að frá með 3. febrúar félli niður línuívilnun í ýsu og löngu. LS setti sig samdægurs í samband við Matvælaráðuneytið, þar sem spurt var hvort einhver breyting yrði á þessum þætti milli ára. Rifjað var upp hvernig brugðist var við á síðasta fiskveiðiári, þar sem afli var látinn flæða milli tímabila. Stofnað var nýtt tímabil. Í stað þess að 3. tímabil hæfist 1. mars, hófst það 12. febrúar. Með þeim hætti myndaðist ekki rof í ívilnun dagróðrabáta á línu,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

„Til að fylgja málinu eftir sendi LS Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra bréf þar sem fram kom ósk félagsins. Jafnframt bent á að Fiskistofa hefði ekki brugðist við með þessum hætti á 1. tímabili þegar heimildir í ýsu voru uppurnar nokkru áður en tímabilinu lauk. 

„Efni:  Beiðni um breytingar á tímabilum línuívilnunar fyrir ýsu og löngu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Línuívilnun er einn þeirra þátta í stjórnkerfi fiskveiða sem eflir atvinnu í hinum dreifðu byggðum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu leiða ákvæði reglugerða til þess að línívilnun fellur niður í ýsu og löngu frá og með morgundeginum 3. febrúar og það sem eftir er mánaðarins. Tilkynningin kom flatt upp á LS þar sem búist var við að tekið yrði af næsta tímabili eins og gert var við ýsu í upphafi fiskveiðiársins 1.9. – 30.11.  

Stöðvun línuívilnunar veldur strax erfiðleikum hjá útgerðum dagróðrabáta og landverkafólki sem starfar við beitningu. Hér er um hundruð starfa að ræða og því mikið í húfi fyrir starfsfólk þeirra 34 útgerða sem fengið hafa línuívilnun.  

Landssamband smábátaeigenda fer hér með þess á leit við yður að koma í veg fyrir stöðvun línuívilnunar með þeim hætti að tímabilum fyrir ýsu og löngu verði breytt þannig að við taki nýtt tímabil frá og með 3. febrúar til loka fiskveiðiársins.“  

Svar ráðherra barst sl. föstudag 4. febrúar. Það kom verulega á óvart, í raun svo mikið að vissara var að lesa bréfið tvisvar til að trúa því að erindinu hefði verið hafnað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: