- Advertisement -

Namibískir sjómenn sigruðu Samherja

Namibísku sjómennirnir sem Samherji og félagar ráku til að ráða ódýrara starfsfólk hafa fengið dæmdar bætur ásamt öðru starfsfólki sem Samherji braut gegn. Sjómennirnir fá allt upp í 157 þúsund namibíska dollar hver, sem eru tæplega 1,4 m.kr en að teknu tilliti til ólíks verðlags í Namibíu og á Íslandi ígildi um 26 m.kr. Heildarbæturnar eru 1,8 milljón namibískra dollara sem gera 15,7 m.kr, sem aftur má meta á yfir 300 m.kr. að teknu tilliti til verðlags.Það er gott að fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á Samherja fái bætur. Kannski kemur röðin einhvern tímann að Íslendingum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: