- Advertisement -

Fáum 337 krónur fyrir trilluþorsk en aðeins 271 krónu frá skuttogurum

„Það er alls ekki augljóst eða útséð að stærstu útgerðarfélögin séu þjóðhagslega hagkvæmust og best til þess fallin að hámarka afrakstur af nýtingu auðlindarinnar.“

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands.

„Það getur vel verið rétt að útgerðir í strandveiðikerfinu fá lægra hlutfall af söluandvirði í vasann miðað við útgerðir sægreifanna, en útgjaldaliðirnir dreifast á fiskmarkaði, fiskvinnslur, hafnir, vélvirkja, löndunarfyrirtæki, flutningsfyrirtæki og ríkissjóð: m.ö.o. afleidd störf í landi. Aftur á móti er það alrangt að strandveiðar svari ekki ákalli „um að þjóðin skuli fá meiri verðmæti fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar.“ Það sem strandveiðar hafa sýnt og sannað síðan 2009 er að það er vel hægt að stunda hagkvæmar fiskveiðar á umhverfisvænan og félagslega ábyrgan hátt,“ segir í grein sem Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, skrifar á Vísi.

„Það er alls ekki augljóst eða útséð að stærstu útgerðarfélögin séu þjóðhagslega hagkvæmust og best til þess fallin að hámarka afrakstur af nýtingu auðlindarinnar. Það er ekki nóg að staðhæfa það. Það þarf að sýna það svart á hvítu. Þær sannanir liggja hvergi fyrir, en við vitum það þó að smábátar selja fiskinn sinn á hærra verði en kvótaeigendur. Árið 2021 var meðalverð þorsks frá strandveiðum 337 kr/kg, en 271 kr/kg frá skuttogurum. Það er erfitt að sjá hvernig það geti á nokkurn hátt verið þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru heldur en hærra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á öðrum stað í greininni segir:

„Þegar SFS talar um hagkvæmni í sjávarútvegi, þá eru þau ekki að tala um hvað sé þjóðhagslega hagvæmast, heldur aðeins það sem lágmarkar kostnað útgerðarmanna, samanber hinn fræga tölvupóst Baldvins Þorsteinssonar: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. […] Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar. Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: