- Advertisement -

Holuð heilbrigðiskerfi frjálshyggjunnar

Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði.

„Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum,“ skrifar Drífa Snædal, forseti ASÍ, meðal annars í nýjum pistli.

„Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú.

Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: