- Advertisement -

Húsfyllir og pólitísk straumhvörf?

Ögmundur efndi til fundar í Þjóðmenningarhúsinu um Orkupakka 3.

Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður og ráðherra VG, efndi til fundar í Þjóðmenningarhúsinu um Orkupakka 3. Fundarsalurinn var troðfullur og þótt gera megi ráð fyrir að þar hafi verið áhugamenn úr öllum flokkum er líklegra en hitt að kjarninn í þessum mikla fjölda hafi verið úr VG.

Þetta má lesa á vef Styrmis Gunnarssonar, styrmir.is.

„Segja má, að þessi fundur sé fyrsta staðfestingin á, að grasrótinni í VG líði eins og grasrótinni í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki vegna þessa máls.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er viðvörun, sem forysta VG ætti að gefa gaum.

Orkupakkamálið er að komast á það stig að geta orðið miklu örlagaríkara fyrir stjórnarflokkana alla en þingflokkar þeirra virðast gera sér nokkra grein fyrir.

Það eru svona mál, sem geta valdið straumhvörfum í stjórnmálum,“ skrifar Styrmir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: