- Advertisement -

Húsvíkingar sagðir uggandi vegna meints ofbeldis bæjarfulltrúa: „Ég var bara að sinna skyldum mínum“

Íbúar á Húsavík eru sagðir uggandi vegna meints ofbeldis bæjar´fulltrúa Norðurþings sem jafnframt sinni störfum í skóla á svæðinu. Þessu er haldið fram í Mannlífi þar sem brot viðkomandi eru bæði sögð tengjast kennslustöfum og sveitastjórnarstörfum þess sem um ræðir. Bæjarfulltrúinn er ekki nafngreindur.

Samkvæmt heimildum Mannlífs ríkir talsverð ólga á Húsavík vegna bæjarfulltrúans og ótal ábendingar sagðar hafa borist vegna viðkomandi vegna brota og ámælisverðri hegðun.

„Viðkomandi hefur starfað sem kennari í allmörg ár. Hann hefur nýverið hlotið kjör í sveitarstjórn Norðurþings fyrir flokk sinn. Aðilinn er þannig sagður hafa fyrir nokkru síðan meðhöndlað ungt barn, í yngstu deild grunnskóla, harkalega svo sá á barninu. Málið hafi komið til tals innan sveitarstjórnar en að endingu hafi stjórnin ekki talið sig hafa heimild til að taka málið fyrir, heldur hafi skólinn gert það innanhúss,“ segir í frétt Mannlífs:

„Sami aðili er sagður hafa sýnt af sér slæma hegðun í garð samstarfsfólks síns í sveitarstjórn Norðurþings og hafa sumir talað um einelti í því samhengi. Aðilinn hefur omið illa fram við samstarfsfólks, talað niður til sumra og verið óþægilegur í umgengni. Þá eru starfsmenn innan sveitarstjórnar sagðir hafa hætt vegna framkomunnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mannlíf hafði samband við umræddan einstakling sem kannaðist ekki við þær ásakanir sem á hann hafa verið bornar.  „Ég var bara að sinna skyldum mínum sem fulltrúi,“ sagði viðkomandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: