- Advertisement -

Í nístandi kulda fyrir utan Dómsvaldið

„Takk fyrir að koma í þessu vonda veðri”

„Í nístandi kulda fyrir utan Dómsvaldið í gær standa tveir menn frá Írak. Sá yngri er einstæður faðir. Hinn með konu og börn, hann heldur á skjalamöppu úr plasti og dregur upp úr henni lítinn bunka af bréfum með stimplum og undirskriftum og flettir í gegnum pappírana,“ skrifar Alda Lóa Leifsdóttir.

„Eitt blaðið er frá útlendingastofnun undirritað af tveim konum, þar stendur: honum skuli vísað úr landi eins fljótt og verða má. Þarna innan um er vottorð um andleg veikindi vegna áfalla og því álagi sem fylgir því að hafa minna en ekkert í boði fyrir börnin sín. Innihaldslaus orð á íslensku sem hann skilur ekki en hafa samt svo mikla merkingu fyrir allt hans líf. Þarna er líka kona frá Sómalíu. Hún flúði ofbeldi Al Shabaab með báti sem rak á strendur Grikklands „I need help” hvíslar hún. Hún er komin í annað sinn til íslands í leit að griðastað. Þriggja barna móðir frá Jeman, þúsund ára viska. Hún gengur á milli, túlkar og útskýrir stöðu félaga sinna. Hún talar ensku og arabísku og örugglega öll heimsins tungumál. Eitt barna hennar er lasið og hefur gengist undir aðgerð á höfði. Áður en hún kom til Íslands bjó hún í seks ár í flóttamannabúðum. Konurnar tala saman á arabísku og viskan frá Jemen túlkar og segir þá sómölsku ekki sofa lengur af óttanum við nóttina örlagaríku þegar lögreglan bankar upp á í Sólheimum og sendir hana aftur til Grikklands. Þær eru þakklátar íslenska samstöðuhópnum sem eru nokkrir tugir manns. „Takk fyrir að koma í þessu vonda veðri”. Hundurinn sem er löglega skráður á Íslandi horfir bænaraugum á litla landflótta stúlkuna: Viltu klappa mér?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: