- Advertisement -

„Í því saurbrúna Viðskiptablaði sem fylgir Fréttablaðinu“

Örn Bárður Jónsson skrifaði:

Fréttablaðið er áróðurspési ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Í Bakþönkum dagsins skrifar einhver illa upplýstur af þvílíkum hroka og með hreinum rangfærslum að undrun sætir. Hann segir meðlimi Stjórnlagaráðs ekki hafa búið yfir sérfræðiþekkingu og ekki haft lýðræðislegt umboð! Þjóðin kaus þetta fólk til að skrifa nýja stjórnarskrá! Verkið, sem þetta fólk sem ekkert kann, skv. þessum unga vitringi, er lofað af sérfræðingum við virta háskóla um veröld víða bæði hvað varðar innihald og svo líka er ferlið lofað frá upphafi til loka sem hið lýðræðislegasta sem dæmi eru um í sögu heimsins.

Þá er spalti í því saurbrúna Viðskiptablaði er fylgir Fréttablaðinu, sem lýsir pirringi peningaaflanna, þeirra sem hafa hag af „dönsku“ stjórnarskránni og græða í skjóli hennar. Þeim líkar ekki Stjórnarskrárfélagið og nú á að búa til samsæriskenningu um peningana í því félagi! Margur heldur mig sig, segir máltækið.

Gætið ykkar, lesendur góðir, á áróðurssneplum, þar sem eigendur berjast kinnroðalaust gegn réttlæti og sannleika.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: