- Advertisement -

Ísland: Óvenju veikir stjórnmálamenn

Ekki verður sagt að Davíð Oddsson sé bjartsýnn á komandi tíma. Bjarni Ben fær þykka sneið frá forveranum: „…eins og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins orðaði það á Alþingi áður en hann sner­ist eða var snúið um heil­an hring.“

Davíð segir annars um þetta, í Reykjavíkurbréfi morgundagsins:

„Á sama tíma er „kerfið“ sem í raun stjórn­ar Íslandi í krafti óvenju­lega veikr­ar stjórn­mála­stétt­ar að færa landið sí­fellt nær inn­göngu í ESB, en svikist var um að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn með rétt­mæt­um og sjálf­sögðum hætti. Þvert ofan í allt sem sagt var við ákvörðun um inn­göngu í Evr­ópska efna­hags­svæðið hafa ís­lensk yf­ir­völd þegar þver­brotið öll lof­orð sem þau gáfu um að virða um­hverfi ís­lensks land­búnaðar og gal­opna hann ekki fyr­ir ESB. Sú braut hef­ur verið opnuð án þess að þjóðin hafi verið spurð. Nú er verið með ský­lausu broti á ís­lensku stjórn­ar­skránni að færa eina meg­in­auðlind lands­ins, ein­stæða orku þess, und­ir end­an­legt „boðvald ESB“ eins og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins orðaði það á Alþingi áður en hann sner­ist eða var snúið um heil­an hring.

Og þá er aðeins eft­ir að meðhöndla sjáv­ar­út­veg­inn með sama hætti. Og því skyldi hon­um hlíft eft­ir önn­ur af­rek? Og þar með er hægt að draga um­sókn­ina vondu óaft­ur­kallaða upp úr skúff­un­um enda þá orðið forms­atriði eitt að klára hana.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: