- Advertisement -

Jakob gagnrýnir RÚV: „Viaplay labbar hér inn og hagnýtir sér ríkisstyrkta innviði til að jarða samkeppnina“

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er maður orðsins og orðið er hans:

„Viaplay er komið með þjóðardeildina og þar með landsleiki Íslands. Og afgreiða útsendinguna með því einfaldlega að leigja af RÚV, sem er í allskyns samkeppnistengdum monkíbisness, landsleikja setupið sem ríkið annars notar. Þannig að þessi erlenda múltískæsveita Viaplay labbar hér inn á markað og hagnýtir sér innviði sem eru ríkisstyrktir til að jarða samkeppnina,“ segir Jakob í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hann segir að „ég veit það ekki, sér fólk ekki hvað þetta er subbulegt eða er öllum bara drull?“

Jakob vill fyrirbyggja ákveðinn misskilning hjá sumum Facebook-vinum hans varðandi skrif sín:

„Bara til að girða fyrir frekari misskilning snýst þetta upplegg ekki um fótbolta, hvað þá umfjöllun um fótbolta (sic) heldur um prinsipp í samkeppni. Það að RUV, annað hvort meðvitað eða ómeðvitað, (og ég veit ekki hvort er verra) sé svona fullkomlega skeytingarlaust um stöðu sína á viðkvæmum samkeppnismarkaði.“

Honum finnst að RÚV hljóti „þannig að vera að grafa undan tilverurétti sínum. Sem ég er ekkert viss um að sé gott. Eða, öllu heldur ætti að vera að grafa undan, í upplýstu samfélagi þar sem prinsipp skipta einhverju máli.“

Jakob er með það á hreinu að „tækja- og starfsmannaleiga er ekki skilgreint hlutverk RUV, ég tala nú ekki um þegar þau viðskipti eiga sér stað á þeim sama samkeppnisvettvangi og ríkisfyrirtækið er að þramma um á algerlega klúless. Hvað er svona erfitt með að skilja í þessu?“

Hann bætir við að „í blönduðu hagkerfi er gríðarlega mikilvægt að ríkið þekki sínar takmarkanir. Þá varðandi samkeppnissjónarmið.

Framferði RUV ekki bara í þessu, the list goes on, er fyrir neðan allar hellur. Og til langs tíma þá elur þetta á allsherjar subbuskap, prinsippleysi og spillingu auðvitað. En stofnunin fer sínu fram í krafti þess að mönnum er drull, og stæra sig jafnvel af skítbuxahætti sínum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: