- Advertisement -

Kennsla í undanskotum?

Álfheiður Eymarsdóttir.

„Ég var að hlusta á mann í útvarpinu útskýra fyrir íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hvernig þau ættu að bera sig að við að sleppa við endurgreiðslur til bandarískra ferðamanna. Þetta vill hann gera til að hefna sín á Trump og bandarískum tryggingafyrirtækjum,“ skrifar Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata.

„Það er fallegt viðskiptasiðferðið hjá sumum. Það er vel til þess fallið að auka traust í ferðaþjónustuviðskiptum milli landa, að fyrirtæki notfæri sér allar smugur til að losna við skuldbindingar sínar gagnvart almennum ferðalöngum. Til hamingju Samtök Ferðaþjónustunnar með þennan glimrandi PR snilling.“