- Advertisement -

Kirkjan slök í bókhaldi

Samfélag Ríkisendurskoðun þarf ár eftir að glíma við slaka bóhaldsþekkingu innan Þjóðkirkjunnar. Skil ársreikningum eru slök, 36 sóknir hafa ekki skilað ársreikningum og það á einnig við um 46 kirkjugarða.

Í samantekt Ríkisendurskoðunar segir:

„Á ári hverju eru gerðar fjölmargar athugasemdir við reikningsskil kirknanna. Athugasemdirnar lúta einkum að ófullkomnum áritunum, að sóknargjöld séu færð á greiðslugrunni en ekki rekstrargrunni, framlag til héraðssjóðs sé ekki talið fram, fasteignir séu ekki færðar eða af því að reikningar stemmi ekki.“

Þannig er að nota skal brunabótamat við mat á verðmætum kirkjuhúsa. „Engu að síður ber á því að fasteignir hafi verið taldar fram á fasteignamatsverði,“ segir Ríkisendurskoðun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisendurskoðun vill að sóknir sameinist, verði færri.

„Með hliðsjón af því hve nokkrar sóknir eru fámennar og lögbundin framlög þeirra lítil og með tilvísun til þess að 36 sóknir hafa ekki skilað ársreikningi vegna liðins árs, ítrekar Ríkisendurskoðun fyrri ábendingar sínar um að kirkjuþing kanni frekari sameiningu sókna í hagræðingarskyni.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: