- Advertisement -

Kjósendur snúa baki við stjórnarflokkunum

- Píratar, Samfylkingin og Flokkur fólksins auka fylgi sitt

 

Stjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð, tapa allir fylgi milli kannanna hjá MMR. Sama gerir Framsókn og VG.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur, mælist með 25,4 prósent, hálfu öðru prósenti minna en síðast. VG mælist með 23,5 prósent, en fékk 23,9 prósent síðast, það er 24. febrúar.

Píratar fá núna 13,7 prósent, en mældist með 11,6 síðast. Framsókn missir fylgi, fer úr 12,2 prósentum í 11,4 prósent. Samfylkingin bætir við sig, fer úr átta prósentum í 8,8 prósent. Viðreisn missir fylgi, fer úr 6,3 prósentum og í 5,5 prósent. Björt framtíð er komin í óvissu um framtíð sína, mældist síðast með 5,2 prósent en nú mælist fylgið rétt fimm prósent.

Flokkur fólksins bætir nokkuð við sig, fer úr 2,5 prósentum í 3,7 prósent í þessari nýju skoðanakönnun MMR.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: