- Advertisement -

Sigurður Ingi telur Bjarna ekki góða fyrirmynd – vill að honum verði fyrirgefið

Sigurður Ingi telur ráðherradóm stærri mynd en baráttuna við Kórónuveiruna.

„Ég vona ekki en ég myndi alveg hafa skilning á því þar sem mjög margir ganga mjög upp í því að virða sóttvarnir og þetta er ekki góð fyrirmynd,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins á Vísi, þegar hann var spurður hvort framferði Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu muni draga úr trausti á ríkisstjórnina.

Í viðtalinu rekst hvert á annars horn: „En aðalatriðið er að það styttist í að það hefjist bólusetningar og þangað til vona ég að allir geti tekið þátt í því að virða sóttvarnir. Þá komumst við í gegnum þetta,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segist þar ekki viss um að atvikið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er vissulega vonsvikinn yfir þessu en ég hef heyrt útskýringar fjármálaráðherra og meðtekið þær en ítreka að aðalatriðið er að horfa á stóru myndina. Við þurfum að komast í gegnum þetta saman. Bólusetning er handan við hornið og þangað til við erum komin í gegnum það ferli að þá verðum við öll að virða sóttvarnir.“

Horfa á stóru myndina? Er hún af Bjarna á ráðherrastól eða er stóra myndin sú að við virðum öll sóttvarnarreglur eða er Sigurður Ingi sammála að „fyrirmennin“ séu undanskilin sóttvörnum.

Þá segist hann aðspurður, í viðtalinu, ekki telja þurfa neina eftirmála. „Mér finnst þegar menn hafa beðist afsökunar og útskýrt mál sitt að það eigi að vera svigrúm til þess að virða það og gefa fyrirgefningar.“

Sem sagt, jafnvel lögbrot ráðamanna eru refsilaus biðjist þeir afsökunar. Hversu aumt verður þetta mál?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: