- Advertisement -

Kópavogur kaupir fyrir tekjulága og fatlaða

- íbúar eiga möguleika á að kaupa íbúðirnar, breytist aðstæður þeirra.

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir.
„Þetta eru góðar fréttir enda eitt af markmiðum okkar að auka framboð af félagslegu húsnæði.“

Íbúðalánasjóiður hefur samþykkt umsókn Kópavogsbæjar til kaupa á 37 íbúðum, 33 fyrir tekjulaga og fjórum fyrir fatlaða. „Þetta eru góðar fréttir enda eitt af markmiðum okkar að auka framboð af félagslegu húsnæði,“ skrifar Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, á Facebook.

Sótt var um 18% stofnframlag og 4% viðbótaframlag vegna húsnæðis á vegum sveitarfélagsins.

„Í framhaldi af þessu þá minni ég líka á að sveitarfélagið hefur boðið leigendum í félagslega kerfinu að kaupa íbúðirnar ef aðstæður breytast hjá fólki. Til dæmis ef laun hækka og þau uppfylla ekki lengur skilyrði þá er þeim ekki bolað út heldur fá leigendur aðstoð frá bænum við að kaupa. Markmiðið er þá að kaupa aðra í staðin fyrir fólk í meiri þörf,“ skrifar Theodóra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: