- Advertisement -

Krónan gagnast engum

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er í viðtali í Markaðnum. Þar segist hann sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar.

„Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar í viðtalinu við Markaðinn.

CCP hagnaðist CP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: