- Advertisement -

Kvótakerfið hefur svipt fólk atvinnu og verðfellt eignir þess

Kannski ættum við fyrir sunnan að venja okkur á að ræða kvótakerfið út frá sjónarhorni landsbyggðanna sem mestu hafa tapað.

Gunnar Smári skrifar:

Þegar fólk ræðir um kvótakerfið er gott að hafa í huga að það hefur farið mjög misjafnlega með landshluta. Ef við skoðum breytingar á lönduðum afla frá árunum fyrir kvótakerfi þá er sveiflan þessi eftir kjördæmunum (útflutningsverðmæti í milljónum kr.):

  • Norðaustur hefur fengið 10.377 milljónir
  • Reykjavík hefur fengið 8.422 milljónir
  • Suðvestur hefur misst 440 milljónir
  • Norðvestur hefur misst 8.348 milljónir
  • Suður hefur misst 10.010 milljónir
Þú gætir haft áhuga á þessum

Umræðan á höfuðborgarsvæðinu mótast því kannski af því að það svæði hefur að litlu leyti fengið að kynnast verstu hliðum kvótakerfisins. Þar er mest talað um almennt réttlæti, að hækka eigi leiguna fyrir kvótann og nota andvirðið til að bætaheilbrigðisþjónustu (svo dæmi sé tekið). Á Suðurnesjum, Vestfjörðum og víðar þar sem kvótakerfið hefur veikt samfélögin, dregið vald yfir örlögum þeirra burt, svipt fólk atvinnu, verðfellt eignir þess o.s.frv. snýst umræðan kvótakerfið um nálægara réttlæti, óréttlæti og ofbeldi sem þú, fjölskyldan og nærumhverfið hefur fengið að finna fyrir.

Kannski ættum við fyrir sunnan að venja okkur á að ræða kvótakerfið út frá sjónarhorni landsbyggðanna sem mestu hafa tapað. Alveg eins og við ræðum um óréttlætið í samfélaginu frá sjónarhóli hinna tekjulægstu, fátækustu og valdaminnstu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: