- Advertisement -

Guðríður Arnardóttir: Kyngi því ekki að ASÍ berji opinbera starfsmenn til hlýðni

- hörð kjarabarátta eru framundan

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags kennara í framhaldsskólum, og Helgi Pétursson eru gestir fyrsta þáttarins okkar; Mýrdalssands, hér á midjan.is.

Meðl annars var rætt um launakjör kennara og komandi samninga. Sýnilega eru hörð átök framundan. Mjög hörð.

Ég hefði viljað að við berjumst sameiginlega fyrir bættum kjörum, hvar sem við vinnum. ASÍ hefur valið að tala niður launabaráttu opinberra starfsmanna. Allar launakannanir sýni að opinberir starfsmenn sææeu lægri í launum en sambærilegir starfsmenn á almenna markaðnum. Þetta segir Guðríður meðal annars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alþingi bugaðist undan ASÍ

Guðríður segir, að í haust sem leið, hafi ekki vantað mikið upp á að samkomulagi tækist um lífeyrismál. En Alþingi hafi samþykkt breytingar á lífeyrismálunum gegn vilja opinberra starfsmanna. „Ég held að Alþingi hafi bugast undan þeirri hvössu umræðu og gagnrýni sem kom frá ASÍ og þrýstingi frá ASÍ. Þetta var svo samþykkt fyrir áramót.“

Hún segir að þingmenn hafi haft á orði, þegar þeir samþykktu breytingarnar, að þá verði að jafna laun milli opinberra starfsmanna og þeirra sem starfa á almenna markaðnum.

„Það er ómaklegt hjá ASÍ að setja núna alla kjarasamninga opinberra starfsmanna í gíslingu. Það er það sem ASÍ er að gera.“

ASÍ hefur lýst því yfir, segir Guðríður, að opinberrir starfsmenn hafi fengið allar þær launahækkanir sem þeir eigi að fá. „ASÍ segir í raun, passið ykkur. Ekki semja við kennara. Ef það verður gert, þá verður allt vitlaust á almennum markaði. Ég spyr mig, á  hvaða vegferð er Alþýðusamband Íslands.“

Forseti ASÍ í sleik við SA

Helgi Pétursson segir að sér bregði þegar hann sér mynd af forseta Alþýðusambandsins og formann SA nánast í sleik; „…þá bregður manni. Og ég spyr mig, fyrir hvaða alþýðu er þessi maður forseti.“

Launaskrið á Alþingi

Guðríður, þú ert að búa þig undir átök?

„Ég er alveg tilbúin í þau. Ég get ekki setið undir þessari orðræðu að við eigum að axla ábyrgð á hvort hér sé efnahagslegur stöðugleiki eða ekki og eiga að kyngja því að opinberir starfsmenn, sem eru talsvert lægra launasettir, komist hvorki lönd né strönd með það réttlætismál, að fá þetta bætt.“

„Það er launaskrið á almennum markaði. Það er ekki launaskrið í skólum landsins,“ sagði Guðríður.

„Það er bullandi launaskrið á Alþingi,“ sagði Helgi. Og bætti við: „Þegar ég útskrifaðist sem kennari 1970 þá var ég með sömu laun og alþingismenn.“

Guðríður segir að átök verði á þessu ári, árinu 2017.

Nánara viðtali er í spilaranum hér efst í fréttinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: