- Advertisement -

Lækka ráðherrar og þingmenn eigin laun?

Vegna þessarar ofurlaunastefnu kjararáðs eru háværari kröfur en nokkru sinni fyrr um að lægstu laun verði leiðrétt myndarlega. Það duga engin 2-3% eins og framkvæmdastjóri SA hefur boðað.

Björgvin Guðmundsson.

Kjararáð verður lagt niður á miðju næsta ári. Það var ein síðasta ákvörðun alþingis áður en það fór í langþráð frí. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði, að ekki væri nóg að leggja niður kjararáð. Það yrði að lækka laun ráðherra og þingmanna. Þau hefðu hækkað langt umfram launaþróun en tilskilið er.

Laun þingmanna hækkuðu um 45% eða um 350 þúsund á mánuði; fóru í 1,1 milljón. Síðan hafa þeir miklar aukasporslur ,margir þeirra fá mörg hundruð þúsund í viðbót. Ráðherrar hækkuðu enn meira. Forsætisráðherra hækkaði um 64% eða um 800 þúsund á mánuði, upp í rúmar 2 millj. kr á mánuði. Óbreyttir ráðherrar hækkuðu í 1,8 millj á mánuði. Þessi laun eru öll fyrir skatt.

Háttsettir embættismenn fengu 48% hækkun launa og 18 mánuði til afturvirkt. Dómarar, prestar og biskup fengu einnig miklar hækkanir. Allar þessar hækkanir voru ákveðnar af kjararáði.S egja má, að kjararáð hafi með ákvörðunum um ofurlaun til handa yfirstéttinni hellt olíu á eld launamála í landinu. Kjararáð á stærsta þáttinn í þeirri ólgu sem myndast hefur í launamálum á vinnumarkaðnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vegna þessarar ofurlaunastefnu kjararáðs eru háværari kröfur en nokkru sinni fyrr um að lægstu laun verði leiðrétt myndarlega. Það duga engin 2-3% eins og framkvæmdastjóri SA hefur boðað. Láglaunafólk er við fátæktarmörk í dag og 2-3% hækkun mundi halda því áfram við fátæktarmörk.

Lægstu taxtar, 266 þús, eru litlu hærri en lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja, 243 þús eftir skatt hjá einhleypum. Þannig vilja Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórn halda lægstu launum og lífeyri á meðan framkvæmdastjóri SA og ráðherrar velta sér upp úr ofurlaunum auk allra hlunnindanna!

Björgvin Guðmundsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: