- Advertisement -

Landsbankinn lætur boð út ganga

Samfélag „Við höfum látið þau boð út ganga að ef einhver hefur áhuga á hlut okkar í Eyri, þá erum við tilbúnir að taka á móti áhugasömum kaupendum. Sömuleiðis erum við að vonast til þess að það vindist ofan af Stoðum og við fáum þá bara greitt fyrir okkar hlut samkvæmt þeirri framvindu. Aðaleign Stoða er skráð félag í Hollandi, Refresco Gerber, og þeir hafa verið að selja úr því og greiða til hluthafa, þannig að jafnt og þétt er þetta eignasafn að minnka. Í FSÍ eru bara tvær eignir inni, Icelandic og lyfjafyrirtæki. Við erum að vonast til að fá greitt til baka fyrir okkar hluti í þeim. Í sjálfu sér er þetta allt til sölu,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Tilefni fréttarinnar er að Hömlur, dótturfélag Landsbankans, seldu nýverið Setbergslandið í Garðabæ til Byggingafélags Gylfa og Gunnars (BYGG) og var söluverðið einn milljarður og tuttugu og fimm milljónir króna. Þetta staðfesti Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Ekkert í hendi hjá Garðabæ

Áhöld eru uppi um hvort söluverðið á landinu sé ekki nokkru undir raunvirði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í frétt Morgunblaðsins segir að í frétt blaðsins í fyrra hafi komið fram að áætlað virði Setbergslandsins, miðað við að þar rísi 630 íbúðaeiningar, væri í kringum 3,2 milljarðar króna. Steinþór var spurður hvort verðið sem Hömlur fengu fyrir landið væri ekki allt of lágt:

Steinþór Pálsson„Nei, það tel ég ekki. Það er ekkert í hendi með skipulag á Setbergslandinu. Við erum búin að vera með þessa fullnustueign til sölu afar lengi. Eigum við að vera með okkar bækur fullar af vangaveltum um það hvað skipulagsyfirvöld munu hugsanlega gera einhvern tímann, eða hvenær? Við höfum sagt að það sé gríðarleg óvissa um skipulag landsins. Þeir sem kaupa geta þurft að bíða í mörg ár. Mér skilst að það sé ekkert í hendi hjá Garðabæ hvenær, hvort eða hvernig landið verður skipulagt. Það er krafa um það á Landsbankann að fullnustueignir fari í sölu. Við reynum að gera skilmerkilega grein fyrir þessum eignum okkar sem eru til sölu,“ segir Steinþór í fréttinni Morgunblaðsins í dag.

Við erum með vefsíðu

„Við erum með vefsíðu, homlur.is, um allar svona stærri eignir sem eru til sölu, þar á meðal Setbergslandið. Á undanförnum misserum höfum við verið að fá einhver tilboð í Setbergslandið sem hafa svo ekki gengið eftir vegna einhverra fyrirvara, svo sem varðandi fjármögnun. Landið hefur einnig verið í sölu hjá fimm fasteignasölum frá því í maí í fyrra, en nú hefur það verið selt Byggingafélagi Gylfa og Gunnars,“ sagði Steinþór.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: