- Advertisement -

Leiðari Moggans og útúrsnúningur

Leiðari Moggans í dag:

„Sé ein­hver al­vara á bak við þær umræður sem átt hafa sér stað á hinum póli­tíska vett­vangi um að laga rekstr­ar­um­hverfi smærri útgerða þá er það vel hægt og kall­ar ekki á fleiri skýrsl­ur eða annað sem gæti tafið slík­ar aðgerðir. Það sem nefnt er hér að ofan er ein­falt að leysa.

Ef til vill gefa þing­menn sér tíma til að ræða þessi mál og jafn­vel taka af­stöðu til þeirra og grípa til aðgerða þegar þing kem­ur sam­an síðar í mánuðinum. Þeir geta í það minnsta ekki leng­ur velkst í vafa um hverj­ar af­leiðing­ar aðgerðal­eys­is­ins eru.“

Þarna leyfðum við okkur að vera með smáútúrsnúning. Einkum vegna þess að þegar mál eru viðkvæm og krefjast pólitískt þor eru mál sett í nefndir, helst nógu fjölmennar til að þæfa umræðuna. Hið minnsta kaupir ráðafólk sér frest.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svona voru lok leiðara Moggans, óbreytt:

„Sé ein­hver al­vara á bak við þær umræður sem átt hafa sér stað á hinum póli­tíska vett­vangi um að laga rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla þá er það vel hægt og kall­ar ekki á fleiri skýrsl­ur eða annað sem gæti tafið slík­ar aðgerðir. Það sem nefnt er hér að ofan er ein­falt að leysa, en að auki væri sjálfsagt að fara sömu leið í skatt­lagn­ingu og gert er víða er­lend­is, þar sem áskrift­ir dag­blaða og net­miðla eru und­anþegn­ar virðis­auka­skatti. Einnig það er sára­ein­föld aðgerð.

Ef til vill gefa þing­menn sér tíma til að ræða þessi mál og jafn­vel taka af­stöðu til þeirra og grípa til aðgerða þegar þing kem­ur sam­an síðar í mánuðinum. Þeir geta í það minnsta ekki leng­ur velkst í vafa um hverj­ar af­leiðing­ar aðgerðal­eys­is­ins eru.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: