- Advertisement -

„Málstaðnum er fórnað fyr­ir sam­starfið“

„…eru rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir bara bún­ir að ákveða niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar, hver svo sem raun­veru­leg sann­fær­ing þing­fólks rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er…“

Björn Leví Gunnarsson.

Björn Leví Gunnarsson skrifar fína grein í Mogga dagsins. Yfirskrift greinarinnar er : „Ríkisstjórnarlaust Alþingi“. Grípum niður í greinina:

„Ástæða þess að ég fjalla hér um rík­is­stjórn­ar­laust þing er af því ég tel að þingið þurfi í raun og veru að starfa meira eins og það sé eng­inn fyr­ir fram ákveðinn meiri­hluti á þingi. Til þess að þing­fólk geti bara greitt at­kvæði sam­kvæmt eig­in sann­fær­ingu, líkt og gert er ráð fyr­ir í stjórn­ar­skrá.

Það er nefni­lega allt of oft sem mál kom­ast ekki í at­kvæðagreiðslu í þing­inu og þegar þau kom­ast þangað eru rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir bara bún­ir að ákveða niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar, hver svo sem raun­veru­leg sann­fær­ing þing­fólks rík­is­stjórn­ar­flokk­anna er. Málstaðnum er fórnað fyr­ir sam­starfið. Það þýðir að jafn­vel þó að það sé meiri­hluti fyr­ir ein­hverju máli á þingi þá nær sá meiri­hluti ekki fram að ganga – gagn­gert út af rík­is­stjórn­ar­sam­starfi sem kem­ur þá í veg fyr­ir fram­far­ir sem meiri­hluti þing­fólks er sam­mála um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er það mál­efna­legt? Er verið að vinna fyr­ir al­menn­ing með svona vinnu­brögðum? Nei, aug­ljós­lega ekki. En samt ger­ist þetta. Þá hljót­um við að spyrja okk­ur hvernig sé hægt að laga þetta. Hvernig er hægt að gera bet­ur og tryggja að öll mál sem meiri­hluti er fyr­ir í þing­inu verði samþykkt?

Eitt mögu­legt svar er minni­hluta­stjórn. Önnur lausn væri að hafa frek­ar utanþings­ráðherra. Hvað svo sem því líður verður eitt­hvað að breyt­ast til þess að þjóðþrifa­mál fái loks at­kvæðagreiðsluna sem þau mál eiga skilið. Ein­ung­is þannig get­um við stigið upp úr skot­gröf­un­um, með því að láta ekki rík­is­stjórn­ina ráða þing­inu, held­ur öf­ugt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: