- Advertisement -

MARGVÍSLEG ÁFÖLL Í LAXELDINU

Sjóeldisstöðvar hér við land tapa miklu magni af laxi vegna skemmda á kvíum. En enginn flytur starfsemina á land.

Árni Gunnarsson skrifar:

Mowi, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, tilkynnti 15. apríl, að í eldiskvíum félagsins í Chile, hefðu um 20 þúsund laxar drepist. Þessi lax var að jafnaði um 1 kg að þyngd. Ástæða laxadauðans er ekki þekkt.

Þá hefur fyrirtækið Bjoroya í Flatange í Noregi greint frá því, að úr stöð þeirra hefði sloppið fjöldi laxa, sem voru um 6 kg. að þyngd að meðaltali.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eldisfyrirtækið Gvieg Seafood hefur einnig orðið fyrir verulegu tjóni í Norður-Noregi, af völdu vírussjúkdóms.

Áföll í sjóeldi á laxi hafa orðið hvati margra eldismanna, að hefja landeldi. Það nýjasta á þeim vettvangi er fyrirtækið Finger Lake Fish, sem hefur ákveðið að hefja framkvæmdir í júní nk.. við nýja landeldisstöð. Fyrirtækið áætlar að selja um 20 þúsund laxa á mánuði frá upphafi árs 2021.

Á sama tíma og þetta gerist, eru sjóeldisstöðvar hér við land að tapa miklu magni af laxi vegna skemmda á kvíum. En enginn flytur starfsemina á land. SKRÍTIÐ OG RAUNALEGT!!!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: