- Advertisement -

Meðallaun forstjóra stærri fyrirtækja er um 4.159.000

Gunnar Smári skrifar:

Það er engin munur á hugmyndum núverandi meirihluta í borginni og hægrimanna um rekstur almannaþjónustu. Fyrirmyndin er hagnaðardrifin einkafyrirtæki sem eigendur krefja um sem mesta arðsemi (að sem mest fé sé flutt upp úr rekstrinum til eigenda) og verðlauna stjórnendur fyrir að skila arðinum til sín. Oftast með því að halda launum niðri og verði á vöru og þjónustu uppi.

Þarna kemur fram að meðallaun forstjóra stærri fyrirtækja sé um 4.159.000 kr. á mánuði. Sem er 12 sinnum lægstu laun. Auk þess sem forstjórar njóta allskyns fríðinda, fá allskyns kostnað endurgreiddan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir hálfri öld eða svo var launamunur á Íslandi almennt ekki meiri en þrefaldur, í mesta lagi fimmfaldur. Þau sem voru með hæstu launin voru forstjórar og svo stéttir sem taldar voru bera mikla ábyrgð; læknar, flugstjórar o.s.frv. Á sjó var skipstjórinn með tvöföld laun á við hásetann.

Með nýfrjálshyggjunni frá 1980-90 hefur ójöfnuður aukist; laun elítunnar hækkað og fjármagnstekjur hinna ríku margfaldast mörgum sinnum. Skattar á hin betur settu hafa svo lækkað og eignaskattar, sem er skattur á auð, verið afnumdir. Ójöfnuðurinn hefur því bæði vaxið út í atvinnulífinu og svo hafa stjórnvöld lagt niður varnir gegn auknum ójöfnuði í anda þeirrar trúar að fé eigi helst heima hjá hinum ríku og best settu. Á sama tíma hafa skattar verið hækkaðir á fólk með miðlungstekjur og þar undir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: