- Advertisement -

Menntakerfið, heilbrigðiskerfið og Samherjakerfið

Gunnar Smári skrifar:

Höfðuð þið það svona gott á því ári?

Hvað segið þið um þessa frétt frá 2014? Þarna kemur fram að hagnaður Samherja var 22 milljarðar króna 2013. Höfðuð þið það svona gott á því ári? Ég man ekki betur en þá hafi kjaraskerðingar launafólksins, eftirlaunafólks og öryrkja verið búnar að skræla þjóðina inn að beini. 22 milljarðar eru miklir peningar. Sama ár kostaði 24 milljarða að reka heilsugæsluna fyrir alla landsmenn og 25 milljarða að reka háskólana. Þeir Samherjafrændur eru af þeirri stærðargráðu. Þegar við tölum um hvaða grunnkerfum samfélagsins almenningur hafi kosið að halda uppi þá eru það menntakerfið, heilbrigðiskerfið og Samherjakerfið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: