- Advertisement -

Miðjan játar sök ef sök skal telja

Davíð Oddsson brúkar Viðskiptablaðið í heilögu stríði sínu gegn Ríkisútvarpinu. Hann teygir sig yfir til Viskiptablaðsins að þessu sinni.

„Örn Arn­ar­son, fjölmiðlarýnir Viðskipta­blaðsins, ræðir skap­andi bók­hald Rík­is­út­varps­ins í nýj­asta pistli sín­um. Þar seg­ir hann að upp­ljóstran­ir um bók­halds­brell­ur hjá rík­is­stofn­un hefðu ein­hvern tím­ann þótt frétt­næm­ar: „Ætla hefði mátt að hinn fjöl­menni her rann­sókn­ar­blaðamanna á rík­is­miðlin­um hefði gert slík­um frétt­um góð skil og ekki veigrað sér við að velta öll­um stein­um til að kom­ast ofan í kjöl máls­ins.

Því er þó ekki fyr­ir að fara þegar kem­ur að stór­fróðlegri 104 blaðsíðna skýrslu Fjöl­miðlanefnd­ar um starf­semi Rík­is­út­varps­ins sem birt var í síðustu viku,“ segir í Staksteinum.

Og áfram: „Ekki múkk um það í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, eng­in af­hjúp­un í Kveik, ekki hósti í Silfr­inu. En hvað með alla okk­ar marg­verðlaunuðu rann­sókn­ar­blaðamenn á Stund­inni? Gáfumennin á Kjarn­an­um sem nær­ast á op­in­ber­um skýrsl­um? Skúbbmeistara Miðjunn­ar sem engu eira þegar sann­leik­ur­inn er ann­ars veg­ar? Nei, þeir hafa ekki hnotið um frétt­ina enn,“ hefur Davíð eftir Erni.

Miðjan hefur ekki sinnt þessari merku frétt. Miðjan hefur þá sérstöðu að þar starfar einn á ritstjórn, og það ekki í fullu starfi. Stundum gefst ekki tími til alls þess sem hugurinn stendur til. Hafi Miðjan unnið til sakar í þessu máli þá verður bara svo að vera. Víst er að það er ekki af áhugaleysi.

Höldum áfram með Davíð og Örn á Viðskiptablaðinu:

„Eng­inn fjöl­miðill að Morg­un­blaðinu und­an­skildu hef­ur gert skýrsl­unni skil, en í henni kem­ur skýrt fram að rík­is­miðill­inn hafi þver­brotið þjón­ustu­samn­ing sinn við stjórn­völd með því að flokka verk­taka­greiðslur til starfs­manna sinna sem kaup á dag­skrárefni frá sjálf­stæðum og óskyld­um fram­leiðend­um.“

Davíð á lok greinarinnar, alveg skuldlaust:

„Hvað skýr­ir þessa æp­andi þögn? Get­ur verið að frétta­stofa Rúv. hafi ekki enn frétt af lög­broti eig­in stofn­un­ar eða tek­ur hún vís­vit­andi þátt í yf­ir­hylm­ing­unni?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: